Um okkur
Króm og Stál var stofnað árið 1958, í þeim tilgangi að kynna tækninýjungar og útvega góða vöru á góðu verði. Í dag starfar Króm og Stál einkum á sviði málmiðnaðar.
Á því breiða sviði sem málmiðnaður er, er Króm og Stál sterkast í smíði úr ryðfríu stáli og duplex stáli. Einnig eru vatnsdæluviðgerðir orðinn stór hluti af okkar starfi. Þar sem okkar helstu viðskiptavinir starfa í fiskeldi, landbúnaði, sjávarútvegi og vatns/fráveitum, hefur samþætting á ráðgjöf, smíði, uppsetningu og þjónustu verið vel tekið af okkar viðskiptavinum.
Króm og Stál hefur uppá að bjóða fullbúið renniverkstæði, plötu- og smíðaverkstæði, gler- og sandblástur í aðskildum klefum auk þess sem fest hafa verið kaup á sérhæfðum búnaði til að mæla flæði, þrýsting og Ampertöku á dælum, við mismunandi snúningshraða.